Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 17:01 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, telur andstæðinga Brexit ganga erinda Evrópusambandsins. Vísir/EPA Breskir þingmenn sem vonast til þess að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings eiga í „hræðilegri samvinnu“ við sambandið, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra. Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings útilokar fríverslunarsamning við Bretland verði ákvæði útgöngusamnings um Írland rift. Johnson greip til hernámstals þegar hann var spurður út í hvort að breska þingið gæti lagt stein í götu hans hvað varðaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október í fyrirspurnartíma á Facebook í dag. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útgangan fari fram þá, með eða án samnings við Evrópusambandið. „Þetta er hræðileg tegund samvinnu í reynd á milli þeirra sem telja sig geta stöðvað Brexit á þingi og evrópskra vina okkar,“ sagði Johnson. Virtist hann þannig tala um andstæðinga útgöngunnar á sama hátt og þá sem vinna með hernámsliði. Sakaði Johnson fulltrúa Evrópusambandsins jafnframt um að neita að miðla málum. Því lengur sem þráteflið ríkti, því líklegri yrði útganga án samnings.Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að samþykkja fríverslunarsamning við Bretland ef útgangan úr ESB skapar glundroða á Írlandi.Vísir/EPAÚtilokar fríverslunarsamning ef friður verður ekki tryggður Harðlínumenn innan Íhaldsflokksins hafa krafist þess að írska baktryggingin svonefnda verði felld úr útgöngusamningnum sem Theresa May, forveri Johnson í embætti, gerði við sambandið. Það er ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands. Fulltrúar Evrópusambandsins og Írlands hafa ekki tekið það í mál. Sumir óttast að friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa gæti verið í hættu verði landamæraeftirliti komið upp á Írlandi. Í þann hóp bættist Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hún sagði ekki koma til greina að skrifa undir fríverslunarsamning við Bretland eftir útgönguna grafi hún undan friðsamkomulaginu á Írlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Hvert sem formið verður er ekki hægt að leyfa Brexit að ógna samkomulagi frá föstudeginum langa, þar á meðal fyrirstöðulausum landamærum Írlands og Norður-Írlands,“ sagði Pelosi en Demókrataflokkur hennar er með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ummæli Pelosi koma í kjölfar þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta, sögðu Bandaríkjastjórn tilbúna að gera fríverslunarsamning við Breta um leið og þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bolton sagðist jafnframt styðja útgöngu Breta án samnings eftir að hann fundaði með Johnson í gær.John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði Breta fyrsta í röðinni eftir fríverslunarsamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu þegar hann heimsótti London í gær.Vísir/AP Bandaríkin Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Breskir þingmenn sem vonast til þess að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings eiga í „hræðilegri samvinnu“ við sambandið, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra. Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings útilokar fríverslunarsamning við Bretland verði ákvæði útgöngusamnings um Írland rift. Johnson greip til hernámstals þegar hann var spurður út í hvort að breska þingið gæti lagt stein í götu hans hvað varðaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október í fyrirspurnartíma á Facebook í dag. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útgangan fari fram þá, með eða án samnings við Evrópusambandið. „Þetta er hræðileg tegund samvinnu í reynd á milli þeirra sem telja sig geta stöðvað Brexit á þingi og evrópskra vina okkar,“ sagði Johnson. Virtist hann þannig tala um andstæðinga útgöngunnar á sama hátt og þá sem vinna með hernámsliði. Sakaði Johnson fulltrúa Evrópusambandsins jafnframt um að neita að miðla málum. Því lengur sem þráteflið ríkti, því líklegri yrði útganga án samnings.Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að samþykkja fríverslunarsamning við Bretland ef útgangan úr ESB skapar glundroða á Írlandi.Vísir/EPAÚtilokar fríverslunarsamning ef friður verður ekki tryggður Harðlínumenn innan Íhaldsflokksins hafa krafist þess að írska baktryggingin svonefnda verði felld úr útgöngusamningnum sem Theresa May, forveri Johnson í embætti, gerði við sambandið. Það er ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands. Fulltrúar Evrópusambandsins og Írlands hafa ekki tekið það í mál. Sumir óttast að friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa gæti verið í hættu verði landamæraeftirliti komið upp á Írlandi. Í þann hóp bættist Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hún sagði ekki koma til greina að skrifa undir fríverslunarsamning við Bretland eftir útgönguna grafi hún undan friðsamkomulaginu á Írlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Hvert sem formið verður er ekki hægt að leyfa Brexit að ógna samkomulagi frá föstudeginum langa, þar á meðal fyrirstöðulausum landamærum Írlands og Norður-Írlands,“ sagði Pelosi en Demókrataflokkur hennar er með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ummæli Pelosi koma í kjölfar þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta, sögðu Bandaríkjastjórn tilbúna að gera fríverslunarsamning við Breta um leið og þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bolton sagðist jafnframt styðja útgöngu Breta án samnings eftir að hann fundaði með Johnson í gær.John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði Breta fyrsta í röðinni eftir fríverslunarsamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu þegar hann heimsótti London í gær.Vísir/AP
Bandaríkin Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00