Magnað að fá að vera partur af þessu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Atla finnst magnað að fá að taka þátt í þessum degi, sem er oft einn sá mikilvægasti í lífi brúðhjóna. fréttablaðið/Ernir Atli Viðar Þorsteinsson er einn vinsælasti brúðkaupsplötusnúður landsins og var meira og minna uppbókaður í allt sumar. Hann byrjaði að spila fyrir tæpum tuttugu árum. „Ég byrjaði að plötusnúðast með félaga mínum á Kofa Tómasar frænda. Þetta var árið 2001 og þá mætti ég bara með plötuspilara frá mömmu, ferðageislaspilara og lítinn mixer. Þau voru ekki mikið með alvöru plötusnúða svo við fengum að leika frekar lausum hala. Þeir einu sem mættu voru eiginlega vinir okkar,“ segir Atli um hvernig það æxlaðist að hann fór að plötusnúðast. Hægt og rólega fór þetta að vinda upp á sig og árið 2005 spilaði hann í fyrsta sinn í brúðkaupi. Samhliða því fann Atli að fordómarnir gagnvart popptónlist minnkuðu. „Svo var ég að taka að mér brúðkaup af og til fram til ársins 2010, samt ekki jafn mikið og ég geri í dag. En það var oft verið að leita til mín með að spila í brúðkaupum, en á þeim tíma hafði ég sjálfur smá fordóma fyrir því, þannig var andinn á þeim tíma. Ég var stressaður yfir að þetta myndi minnka möguleika mína á að spila á hipsterastöðum eins Kaffibarnum og Prikinu. Vill Kaffibarinn fá einhvern brúðkaups-DJ?“ segir Atli. Atli var partur af plötusnúðahópnum Kanil. Þaðan kemur svo plötusnúðanafnið sem hann notar í dag, Atli Kanill. „Kanilhópurinn spilaði mest house-tónlist og partítónlist. Við héldum tíu frábær kvöld. Í kjölfarið fór ég svo að spila miklu meira. Þá byrjaði fólk mikið að leita til mín og ég þurfti nánast ekkert að auglýsa. Það var kannski svona 2012 sem ég var orðinn bókaður nánast allt sumarið.“ Hann segir að þá hafi áhuginn á popptónlist farið að aukast. „Þú verður að átta þig á að það er ekki svo mikill munur á Aphex Twin og til dæmis Timbaland og Beyoncé, eða hann er í það minnsta minni en maður heldur. Þetta byrjar allt í elektróníkinni og lekur svo yfir í poppið.“ Atli segir hlusta mikið á popptónlist utan vinnu í dag. Hann fylgist vel með því sem er að gerast í tónlistinni, hvernig uppbyggingin er, hvaða hljóð eru áberandi og hvernig músíkin breytist. „Í sumar voru allar helgar bókaðar í fyrra, sem sagt með árs fyrirvara. Það virðist vera svipað núna. Svo vinn ég líka mikið með Pink Iceland, þannig að ég spila oft í erlendum brúðkaupum. En með því að fylgjast með tónlistinni á þann hátt sem ég geri þá á ég alveg jafn auðvelt með að spila í erlendum brúðkaupum,“ segir Atli. Eitt af mörgum skemmtilegum brúðkaupum sem Atli spilaði í var fyrir brúðhjón frá Queens. „Það var mjög gaman. Gestirnir voru smá svona eins og klippt út úr mafíósakvikmynd og þau vildu helst bara hlusta á Frank Sinatra og Billy Joel. Þannig að ég bara hlóð niður Best off Billy Joel, því ég gat ekki verið að spila Piano Man bara endalaust,“ segir Atli hlæjandi. Atli segir að sér finnist það magnaðasta við að spila í brúðkaupum að vera að spila á einum mikilvægasta degi í lífi brúðhjónanna. „Fólk er að taka risastóra ákvörðun og bjóða öllu sínu fólki. Þetta er sá dagur sem þú ert að játa ást þína fyrir framan heiminn og svo hefur þetta fólk samband við mig og spyr hvort ég vilji spila fyrir það á þessum degi. Þetta var stór ástæða þess að ég tók þetta að mér. Mér finnst þessi ábyrgð og heiður svo mikill. Það er sama hvaða brúðkaup ég mæti í, það er alltaf jafn magnað að fá að vera partur af þessu. Ég tek þátt í öllum deginum, spila undir fyrsta dansinum og mér finnst bara magnað að fá vinna við það, það er eiginlega alveg stórkostlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Tónlist Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Atli Viðar Þorsteinsson er einn vinsælasti brúðkaupsplötusnúður landsins og var meira og minna uppbókaður í allt sumar. Hann byrjaði að spila fyrir tæpum tuttugu árum. „Ég byrjaði að plötusnúðast með félaga mínum á Kofa Tómasar frænda. Þetta var árið 2001 og þá mætti ég bara með plötuspilara frá mömmu, ferðageislaspilara og lítinn mixer. Þau voru ekki mikið með alvöru plötusnúða svo við fengum að leika frekar lausum hala. Þeir einu sem mættu voru eiginlega vinir okkar,“ segir Atli um hvernig það æxlaðist að hann fór að plötusnúðast. Hægt og rólega fór þetta að vinda upp á sig og árið 2005 spilaði hann í fyrsta sinn í brúðkaupi. Samhliða því fann Atli að fordómarnir gagnvart popptónlist minnkuðu. „Svo var ég að taka að mér brúðkaup af og til fram til ársins 2010, samt ekki jafn mikið og ég geri í dag. En það var oft verið að leita til mín með að spila í brúðkaupum, en á þeim tíma hafði ég sjálfur smá fordóma fyrir því, þannig var andinn á þeim tíma. Ég var stressaður yfir að þetta myndi minnka möguleika mína á að spila á hipsterastöðum eins Kaffibarnum og Prikinu. Vill Kaffibarinn fá einhvern brúðkaups-DJ?“ segir Atli. Atli var partur af plötusnúðahópnum Kanil. Þaðan kemur svo plötusnúðanafnið sem hann notar í dag, Atli Kanill. „Kanilhópurinn spilaði mest house-tónlist og partítónlist. Við héldum tíu frábær kvöld. Í kjölfarið fór ég svo að spila miklu meira. Þá byrjaði fólk mikið að leita til mín og ég þurfti nánast ekkert að auglýsa. Það var kannski svona 2012 sem ég var orðinn bókaður nánast allt sumarið.“ Hann segir að þá hafi áhuginn á popptónlist farið að aukast. „Þú verður að átta þig á að það er ekki svo mikill munur á Aphex Twin og til dæmis Timbaland og Beyoncé, eða hann er í það minnsta minni en maður heldur. Þetta byrjar allt í elektróníkinni og lekur svo yfir í poppið.“ Atli segir hlusta mikið á popptónlist utan vinnu í dag. Hann fylgist vel með því sem er að gerast í tónlistinni, hvernig uppbyggingin er, hvaða hljóð eru áberandi og hvernig músíkin breytist. „Í sumar voru allar helgar bókaðar í fyrra, sem sagt með árs fyrirvara. Það virðist vera svipað núna. Svo vinn ég líka mikið með Pink Iceland, þannig að ég spila oft í erlendum brúðkaupum. En með því að fylgjast með tónlistinni á þann hátt sem ég geri þá á ég alveg jafn auðvelt með að spila í erlendum brúðkaupum,“ segir Atli. Eitt af mörgum skemmtilegum brúðkaupum sem Atli spilaði í var fyrir brúðhjón frá Queens. „Það var mjög gaman. Gestirnir voru smá svona eins og klippt út úr mafíósakvikmynd og þau vildu helst bara hlusta á Frank Sinatra og Billy Joel. Þannig að ég bara hlóð niður Best off Billy Joel, því ég gat ekki verið að spila Piano Man bara endalaust,“ segir Atli hlæjandi. Atli segir að sér finnist það magnaðasta við að spila í brúðkaupum að vera að spila á einum mikilvægasta degi í lífi brúðhjónanna. „Fólk er að taka risastóra ákvörðun og bjóða öllu sínu fólki. Þetta er sá dagur sem þú ert að játa ást þína fyrir framan heiminn og svo hefur þetta fólk samband við mig og spyr hvort ég vilji spila fyrir það á þessum degi. Þetta var stór ástæða þess að ég tók þetta að mér. Mér finnst þessi ábyrgð og heiður svo mikill. Það er sama hvaða brúðkaup ég mæti í, það er alltaf jafn magnað að fá að vera partur af þessu. Ég tek þátt í öllum deginum, spila undir fyrsta dansinum og mér finnst bara magnað að fá vinna við það, það er eiginlega alveg stórkostlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Tónlist Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira