Kolbeinn Sigþórsson lék í rúman klukkutíma þegar AIK bar sigurorð af Eskilstuna, 2-4, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var fimmti sigur AIK í röð en liðið er aðeins einu stigi á eftir toppliði Djurgården.
Kolbeinn var tekinn af velli á 61. mínútu, í stöðunni 1-1. AIK skoraði svo þrjú mörk á 17 mínútna kafla og tryggði sér sigurinn.
Arnór Ingvi Traustason lék ekki með Malmö sem gerði 1-1 jafntefli við Häcken á útivelli. Þetta var fjórða jafntefli Malmö í röð en liðið er í 3. sæti með 38 stig.
Ingvar Jónsson var ekki í leikmannahópi Viborg sem gerði markalaust jafntefli við Køge á heimavelli í dönsku B-deildinni.
Fimmti sigur Kolbeins og félaga í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

