Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 22:00 Myndin er tekin í verksmiðju Boeing þar sem MAX 8-vélarnar eru framleiddar skömmu eftir kyrrsetningu þeirra í mars á þessu ári. vísir/getty Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru. Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði. Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur. Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram. Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru. Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði. Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur. Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram. Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00