„Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði“ Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2019 12:02 Kolbeinn og Óli Björn tókust á um Ríkisútvarpið í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn. Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
„Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn.
Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45