Stjarnan búin að draga kvennaliðið sitt úr keppni í tveimur deildum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 14:30 Dani Rodriguez spilar með KR í vetur en verður líka aðstoðarþjálfari stúlknaflokks, 10. flokks og 9. flokks hjá Stjörnunni. Vísir/Vilhelm Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira