Kiel tapaði fyrir Flensburg, 32-31, í þýska Ofurbikarnum í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Kiel eftir að Alfreð Gíslason hætti sem þjálfari liðsins. Akureyringurinn stýrði Kiel með frábærum árangri í ellefu ár.
Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 28-28, og úrslitin réðust í vítakeppni. Þar skoruðu leikmenn Flensburg úr fjórum vítaköstum en leikmenn Kiel úr þremur.
Flensburg varð þýskur meistari á síðasta tímabili en Kiel vann bikarkeppnina. Kiel vann einnig EHF-bikarinn á síðasta tímabili Alfreðs með liðið.
Tékkinn Filip Jicha tók við af Alfreð og stýrði Kiel í fyrsta keppnisleiknum í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki á meðal markaskorara hjá Kiel í leiknum.

