Öfgahópar gætu sprottið upp í Líbíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 07:30 Hermaður úr liði hinnar alþjóðlega samþykktu ríkisstjórnar sést hér munda riffilinn sinn. Nordicphotos/AFP Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása. Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása.
Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira