Þyrla gæslunnar kölluð út í þrígang Andri Eysteinsson skrifar 30. ágúst 2019 19:24 Það var mikið um að vera hjá Landhelgisgæslunni í dag Vísir/Vilhelm Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni seinni part dags að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í þrígang. Fyrsta útkallið sneri að slasaðri hestakonu í Biskupstungum en meiðsli hennar voru á þá leið að vænlegast var að kalla eftir aðstoð sjúkraþyrlu. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík klukkan 16:08 en að sögn Ásgeirs var þyrlan rétt ókomin til baka þegar annað útkall barst. Var þá óskað eftir aðstoð vegna bráðra veikinda á Ísafirði og var önnur þyrluáhöfn kölluð til. Lenti þyrlan í Reykjavík og við tók eldsneytisáfylling sem að sögn Ásgeirs var framkvæmd á meðan að vél þyrlunnar var enn í gangi. Á þeim tímapunkti hafði þriðja beiðnin um þyrlu borist til Landhelgisgæslunnar, að þessu sinni vegna göngumanns í vanda við Kristínartinda við Skaftafellsjökul. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka þyrlunnar hélt hún rakleitt af stað vestur á firði þar sem hún sinnti útkallinu vegna bráðra veikinda. Á leið þyrlunnar vestur barst leystist vandi göngumannsins og var aðstoð þyrlunnar því afturkölluð. Ekki kom til þess að óska eftir aðstoð bandarísku her-sjúkraþyrlanna sem hingað til lands eru komnar í tengslum við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence. Að sögn Ásgeirs var ekki ástæða til þess að óska eftir bandarísku þyrlunum þó að annríki sem þetta sé óalgengt hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni seinni part dags að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í þrígang. Fyrsta útkallið sneri að slasaðri hestakonu í Biskupstungum en meiðsli hennar voru á þá leið að vænlegast var að kalla eftir aðstoð sjúkraþyrlu. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík klukkan 16:08 en að sögn Ásgeirs var þyrlan rétt ókomin til baka þegar annað útkall barst. Var þá óskað eftir aðstoð vegna bráðra veikinda á Ísafirði og var önnur þyrluáhöfn kölluð til. Lenti þyrlan í Reykjavík og við tók eldsneytisáfylling sem að sögn Ásgeirs var framkvæmd á meðan að vél þyrlunnar var enn í gangi. Á þeim tímapunkti hafði þriðja beiðnin um þyrlu borist til Landhelgisgæslunnar, að þessu sinni vegna göngumanns í vanda við Kristínartinda við Skaftafellsjökul. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka þyrlunnar hélt hún rakleitt af stað vestur á firði þar sem hún sinnti útkallinu vegna bráðra veikinda. Á leið þyrlunnar vestur barst leystist vandi göngumannsins og var aðstoð þyrlunnar því afturkölluð. Ekki kom til þess að óska eftir aðstoð bandarísku her-sjúkraþyrlanna sem hingað til lands eru komnar í tengslum við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence. Að sögn Ásgeirs var ekki ástæða til þess að óska eftir bandarísku þyrlunum þó að annríki sem þetta sé óalgengt hjá Landhelgisgæslunni.
Landhelgisgæslan Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira