Þingmenn skora hverjir á aðra vegna ákvörðunar Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2019 06:15 Evrópusinnar mótmæltu útgöngunni fyrir utan þinghúsið í gær. Líkt og svo oft áður. Nordicphotos/AFP Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00
Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45
Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37