Hún segir mikilli orku varið í undirbúning fyrir Brexit án samnings og sambærilegri orku sé ekki varið í viðræður við ESB.
Þá lýsti Rudd því yfir að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, að reka þá þingmenn flokksins sem kusu gegn honum væri til marks um skammsýni og hann hefði unnið skemmdarverk á flokknum.
I have resigned from Cabinet and surrendered the Conservative Whip.
I cannot stand by as good, loyal moderate Conservatives are expelled.
I have spoken to the PM and my Association Chairman to explain.
I remain committed to the One Nation values that drew me into politics. pic.twitter.com/kYmZHbLMES
— Amber Rudd MP (@AmberRuddHR) September 7, 2019
Johnson sjálfur segir það þó ekki koma til greina og á dögunum sagðist hann frekar vilja „liggja dauður í skurði“.
Ken MacDonald, sem var yfirmaður ríkissaksóknara á árunum 2003 til 2008, segir að verði mál höfðað gegn Johnson myndu dómstólar úrskurða að lögunum bæri að fylgja. Í kjölfar þess yrði Johnson dæmdur til fangelsisvistar fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu, ef hann myndi ekki biðja um frest.
MacDonald sagði það hefðbundna starfshætti dómstóla. Hins vegar kæmi til greina að dómarar myndu úrskurða að annar aðili að ríkisstjórn Johnson eða háttsettur embættismaður í Bretlandi ætti að biðja um frest í stað Johnson.