Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 17:54 Volodymyr Zelenskiy, tók á móti föngunum. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum í dag eftir leynilegar viðræður á milli yfirvalda ríkjanna. Meðal þeirra sem voru frelsaðir úr haldi voru 24 úkraínskir sjóliðar sem handsamaðir voru í umdeildu atviki á Asóvshafi síðasta sumar. Meðal þeirra er einnig Volodymyr Tsemakh, sem grunaður er um aðild að atvikinu þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússum.Hollenskir rannsakendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þeir muni ekki fá að ræða við Tsemakh um örlög farþegar og áhafnar farþegaþotunnar MH-17. Tsemakh er talinn hafa verið yfirmaður loftvarna aðskilnaðarsinna á því svæði þar sem flugvélin var skotin niður.Yfirvöld Hollands hafa þegar lýst yfir vonbrigðum með að Tsemakh hafi verið sleppt úr haldi. Hvor hlið frelsaði 35 fanga en mikill munur var á móttökum fanganna í Úkraínu og í Rússlandi. Í Úkraínu var mikill fögnuður á flugbraut Boryspil flugvallarins í Kænugarði, þar sem fjölskyldumeðlimir tóku á móti föngunum umkringd fjölmiðlafólki. Í Rússlandi var blaðamönnum ekki veittur aðgangur að heimkomu fanganna og hafa yfirvöld Rússlands ekki opinberað nöfn þeirra Rússa sem sleppt var, eins og Úkraínumenn hafa gert.Eins og áður segir voru 24 sjóliðar meðal þeirra 34 fanga sem Rússar hafa sleppt. Meðal þeirra var einnig úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var handtekinn á Krímskaga og dæmdur í tuttugu ára fangelsi árið 2015 fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt réttarhöldin gegn Sentsov og hefur hann verið skilgreindur sem pólitískur fangi Rússa. Úkraínska blaðamanninum Roman Sushchenko var einnig sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir. Þó Rússar hafi ekki opinberað hverjum Úkraínumenn slepptu segir BBC að blaðamaðurinn Kyrylo Vyshynsky sé einn þeirra. Hann er hálfur Úkraínumaður og Rússi og yfirvöld Úkraínu sökuðu hann um landráð. Þá mun tveimur úkraínskum hermönnum, sem sakaðir voru um að ganga til liðs við Rússa, þegar þeir innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu, hafa verið sleppt. Rússland Úkraína Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum í dag eftir leynilegar viðræður á milli yfirvalda ríkjanna. Meðal þeirra sem voru frelsaðir úr haldi voru 24 úkraínskir sjóliðar sem handsamaðir voru í umdeildu atviki á Asóvshafi síðasta sumar. Meðal þeirra er einnig Volodymyr Tsemakh, sem grunaður er um aðild að atvikinu þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússum.Hollenskir rannsakendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þeir muni ekki fá að ræða við Tsemakh um örlög farþegar og áhafnar farþegaþotunnar MH-17. Tsemakh er talinn hafa verið yfirmaður loftvarna aðskilnaðarsinna á því svæði þar sem flugvélin var skotin niður.Yfirvöld Hollands hafa þegar lýst yfir vonbrigðum með að Tsemakh hafi verið sleppt úr haldi. Hvor hlið frelsaði 35 fanga en mikill munur var á móttökum fanganna í Úkraínu og í Rússlandi. Í Úkraínu var mikill fögnuður á flugbraut Boryspil flugvallarins í Kænugarði, þar sem fjölskyldumeðlimir tóku á móti föngunum umkringd fjölmiðlafólki. Í Rússlandi var blaðamönnum ekki veittur aðgangur að heimkomu fanganna og hafa yfirvöld Rússlands ekki opinberað nöfn þeirra Rússa sem sleppt var, eins og Úkraínumenn hafa gert.Eins og áður segir voru 24 sjóliðar meðal þeirra 34 fanga sem Rússar hafa sleppt. Meðal þeirra var einnig úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var handtekinn á Krímskaga og dæmdur í tuttugu ára fangelsi árið 2015 fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt réttarhöldin gegn Sentsov og hefur hann verið skilgreindur sem pólitískur fangi Rússa. Úkraínska blaðamanninum Roman Sushchenko var einnig sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir. Þó Rússar hafi ekki opinberað hverjum Úkraínumenn slepptu segir BBC að blaðamaðurinn Kyrylo Vyshynsky sé einn þeirra. Hann er hálfur Úkraínumaður og Rússi og yfirvöld Úkraínu sökuðu hann um landráð. Þá mun tveimur úkraínskum hermönnum, sem sakaðir voru um að ganga til liðs við Rússa, þegar þeir innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu, hafa verið sleppt.
Rússland Úkraína Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira