Heimsþekktur leikari á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2019 15:30 John Hawkes í Winter´s Bone Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Sjá meira
Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Sjá meira