Slysið varð á vegi á Norðurey, nærri bænum Rotorua, sem er vinsæll viðkomustaður kínverskra ferðamanna. Alls voru 27 manns í rútunni, en hún valt yfir á öfugan vegarhelming.
Haft er eftir lögreglu að unnið sé með kínverskum yfirvöldum að því að bera kennsl á hina látnu og að komast í samband við aðstandendur.