Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna.
Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna.
Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir.
Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum.
Félag Heiðars tapaði 800 milljónum
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið


Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku
Viðskipti innlent

Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað
Viðskipti innlent

Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja
Viðskipti innlent

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims
Viðskipti erlent

Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent


Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent