Milos: Það er ekki hægt að gera alla ánægða í þjálfarastarfinu Anton Ingi Leifsson skrifar 3. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“ Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira