Nick Cave hugsar um konuna sína þegar hann fróar sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 10:24 Nick Cave fékk fjölskrúðugar spurningar úr sal í Hörpu en lét ekki slá sig út af laginu. Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum. Menning Tónlist Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum.
Menning Tónlist Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira