Dorian er nú orðin fimmta stigs fellibylur og hefur hámarksvindhraði hans náð 260 kílómetrum á klukkustund. Fimmta stiginu er náð þegar hámarksvindhraði fer yfir 252 kílómetra á klukkustund. Íbúar hafa verið varaðir við því að fellibylurinn sé gífurlega hættulegur.
Áætlað er að fellibylurinn nái að austurströnd Bandaríkjanna á morgun en útlit er fyrir að hann muni ekki hafa jafn skelfilegar afleiðingar og áður var búist við eftir að skyndileg breyting var á stefnu fellibyljarins. Fyrst um sinn leit út fyrir að hann myndi fara af fullum þunga yfir svæði Flórídaríkis.

Ríkisstjóri Flórída, Rob DeSantis, lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.
Í mörgum verslunum hefur verið gripið til þeirra ráða að setja takmörk á hversu mikið fólk getur keypt til þess að tryggja að allir geti verið öruggir með einhverjar birgðir.