Áttatíu ár eru í dag liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Innrás Þýskalands inn í nágrannaríkið Pólland í austri, 1.september 1939 afmarkaði upphaf blóðugrar styrjaldar sem geisaði til ársins 1945. BBC greinir frá.
Af þeim sökum hefur fjöldi þjóðarleiðtoga lagt leið sína til Póllands til þess að taka þátt í minningarathöfn í Wielun þar sem fyrstu þýsku sprengjunum var varpað í stríðinu. Á meðal þjóðhöfðingja er forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier.
Í ræðu sinni í Wielun fordæmdi Steinmeier gjörðir samlanda sinna fyrir 80 árum síðan og bað íbúa Póllands fyrirgefningar fyrir hönd Þýskalands. Steinmeier ávarpaði athöfnina ásamt pólskum kollega sínum Andrzej Duda sem sagði árásir nasista hafa verið villimannslegar
„Árásin á Wielun var til þess gerð að veita forsmekk. Sýna hvað væri væntanlegt. Stríðið yrði algert, án reglna og með mikilli eyðileggingu sagði Duda.
Duda og Steinmeier munu seinna halda til pólsku höfuðborgarinnar Varsjár þar sem þeir munu fyrirfinna fleiri þjóðarleiðtoga sem munu taka þátt í frekari dagskrá
Steinmeier bað Pólverja afsökunar 80 árum eftir upphaf seinni heimsstyrjaldar
Andri Eysteinsson skrifar
