Foreldrar fórnarlamba í Sandy Hook vara við nýju skólaári með magnþrungnu myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:46 Þessi stúlka segir ný skæri nauðsynleg. Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira