Justin Gaethje kláraði kúrekann í 1. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2019 04:20 Justin Gaethje ósáttur með dómarann. Vísir/Getty UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00