Segist samviskusamlega hafa tilkynnt um andlát föður síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2019 12:51 Konan segist ein hafa staðið að útför föður og móður. Deilur innan fjölskyldunnar séu tilefni kærunnar. Fréttablaðið/Vilhelm Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar. Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar.
Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent