Johnson neitar því að hafa logið að drottningunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:38 Deilt er um hvað Johnson gekk til þegar hann frestaði þingfundum í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu úr ESB. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd. Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02
Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00
Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18