Manchester City ætlar að byggja styttu af fyrrum fyrirliða sínum Vincent Kompany fyrir utan Etihad völlinn.
Kompany yfirgaf City í vor en í gær fór fram kveðjuleikur hans á Etihad vellinum. Við það tilefni tilkynnti City um að byggja ætti styttuna og verður ein gatan í kringum æfingasvæði félagsins skýrð Vincent Kompany Cresent.
„Það er ótrúlegur heiður að fá þessa viðurkenningu frá þessu sérstaka félagi,“ sagði Belginn en hann spilaði 360 leiki fyrir City.
„Ferðalagið sem við fórum á saman þessi 11 ár sem ég var í Manchester breyttu lífi mínu og ég er mjög ánægður með að hafa átt þátt í að skrifa sögu félagsins.“
Kompany fær styttu fyrir utan Etihad
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn

Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti




Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn




„Ég fer bara sáttur á koddann“
Íslenski boltinn