Aron Pálmarsson var á meðal markahæstu manna þegar Barcelona hafði betur gegn Bidasoa Irun í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik og var mikið jafnræði með þeim. Í hálfleik var staðan jöfn 14-14.
Gestirnir frá Barcelona náðu undirtökunum snemma í seinni hálfleik og voru komnir fjórum mörkum yfir eftir tíu mínútur. Munurinn í seinni hálfleik varð mestur sex mörk Barcelona í vil en leiknum lauk með 26-23 sigri Börsunga.
Markaskorun var nokkuð jöfn í liði Barcelona og var Aron markahæstur ásamt Victor Tomas Gonzalez og Aleix Gomez Abello með fjögur mörk hver.
Aron markahæstur í sigri Barca
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn