Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2019 21:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri: "Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta." Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20