Að minnsta kosti 25 fórust þegar 5,8 stiga jarðskjálfti reið yfir pakistanska hluta Kasmír í nótt. Rúmlega sjö hundruð til viðbótar særðust.
Fjöldi heimila, verslana, vega og annarra innviða stórskemmdust í skjálftanum. Bærinn Mirpur og nærliggjandi þorp fóru einna verst en stór hluti stærsta vegarins í gegnum bæinn er gjörónýtur.
Verið var að flytja fjölda slasaðra á sjúkrahús í Mirpur í dag. Þá varð einnig rafmagnslaust á svæðinu og símasamband rofnaði.
Real Valladolid
Real Madrid