Belja án rassgats Davíð Þorláksson skrifar 25. september 2019 07:00 Fjármálaráðherra fannst nóg um verðið þegar hann keypti sér bjór á einu af mörgum gæðahótelum borgarinnar um þarsíðustu helgi. Verðið er sannarlega hátt miðað við útlönd, en skoðum nokkur atriði sem eru þarna á bak við. Í fyrsta lagi er skattheimta hins opinbera á Íslandi ein sú hæsta í heimi, eða 34% af landsframleiðslu. Þar er Ísland heimsmeistari ásamt Dönum og Svíum. Hótelið þarf að greiða áfengisgjald, virðisaukaskatt, tryggingagjald, fasteignagjöld og, ef eitthvað er eftir, tekjuskatt. Bara fasteignagjöldin af einu stóru gæðahóteli í Reykjavík geta árlega verið hátt í 80 milljónir. Í öðru lagi leggja gæðahótelin á Íslandi sig fram um að vera með menntað fólk í þjónustu og eldhúsi. Þau sinna einnig vel þjálfun nema sem fara svo oft til starfa á öðrum veitingastöðum og hótelum um allt land. Þótt menntun sé að meginstofni til ókeypis á Íslandi þá getur það verið kostnaðarsamt að vera með fjölda iðnnema í læri. Þau sem reka þetta tiltekna gæðahótel hafa einmitt fengið verðlaun fyrir sitt framlag til menntamála. Í þriðja lagi eru laun há á Íslandi. Hér eru greidd önnur hæstu meðallaun í heimi og þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Varla viljum við breyta því? Þjónn sem er útlærður í framreiðslu er þannig með ágætis tímakaup að skenkja bjór á laugardagskvöldi. Svo má ekki gleyma að stór hluti launa sem honum eru greidd rennur í ríkissjóð. Það er ekki laust við að gamalt, en ekkert sérstaklega smekklegt, máltæki komi í huga: Þar skeit beljan sem ekkert hefur rassgatið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Áfengi mælist dýrast á Íslandi Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. 10. september 2019 06:15 Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24 Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra fannst nóg um verðið þegar hann keypti sér bjór á einu af mörgum gæðahótelum borgarinnar um þarsíðustu helgi. Verðið er sannarlega hátt miðað við útlönd, en skoðum nokkur atriði sem eru þarna á bak við. Í fyrsta lagi er skattheimta hins opinbera á Íslandi ein sú hæsta í heimi, eða 34% af landsframleiðslu. Þar er Ísland heimsmeistari ásamt Dönum og Svíum. Hótelið þarf að greiða áfengisgjald, virðisaukaskatt, tryggingagjald, fasteignagjöld og, ef eitthvað er eftir, tekjuskatt. Bara fasteignagjöldin af einu stóru gæðahóteli í Reykjavík geta árlega verið hátt í 80 milljónir. Í öðru lagi leggja gæðahótelin á Íslandi sig fram um að vera með menntað fólk í þjónustu og eldhúsi. Þau sinna einnig vel þjálfun nema sem fara svo oft til starfa á öðrum veitingastöðum og hótelum um allt land. Þótt menntun sé að meginstofni til ókeypis á Íslandi þá getur það verið kostnaðarsamt að vera með fjölda iðnnema í læri. Þau sem reka þetta tiltekna gæðahótel hafa einmitt fengið verðlaun fyrir sitt framlag til menntamála. Í þriðja lagi eru laun há á Íslandi. Hér eru greidd önnur hæstu meðallaun í heimi og þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Varla viljum við breyta því? Þjónn sem er útlærður í framreiðslu er þannig með ágætis tímakaup að skenkja bjór á laugardagskvöldi. Svo má ekki gleyma að stór hluti launa sem honum eru greidd rennur í ríkissjóð. Það er ekki laust við að gamalt, en ekkert sérstaklega smekklegt, máltæki komi í huga: Þar skeit beljan sem ekkert hefur rassgatið.
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Áfengi mælist dýrast á Íslandi Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. 10. september 2019 06:15
Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar