Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 11:39 Þingmennirnir ræddu málin. Vísir/Vilhelm Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1980. Greint var frá því í síðustu viku að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Að mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu.Þessi afstaða setts ríkislögmanns í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Guðjóns, sem sagði að sig hefði svimað er hann las yfir greinargerðsetts ríkislögmanns þar sem fyrrgreind afstaða ríkisins var sett fram.Furðar sig á afstöðunni Málið var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem Guðmundur Andri, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins og Halldóra Mogensen, þingkona Pírata lýstu sinni afstöðu til málsins.Guðmundur Andri furðar sig á afstöðu setts ríkislögmanns í málinu.„Það er búið að hnekkja dómunum frá 1980 í þessum málum. Þess vegna er það furðulegt að sjá ríkislögmann, settan af forsætisráðherra, sjá hann byggja á þessu dómi og láta eins og ekkert hafi gerst í málinu árið 1980 þegar hann tekur til varnar fyrir ríkið gagnvart fjárkröfum í þessu einkamáli,“ sagði Guðmundur Andri.Hann segist geta skilið að ríkið þurfi að taka sér ákveðna stöðu í málinu til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs en áttar sig ekki á hverju ríkislögmaður byggi þessa stöðu.„Þarna er hann ekki að taka sér stöðu í málinu eins og það liggur fyrir, heldur er hann einhvers staðar allt annar staðar í málinu. Ég er ekki löglærður maður en ég skil bara með engu móti hvernig þetta er hægt,“ sagði Guðmundur Andri.Réttindi borgaranna hljóti að vera hagur ríkisins Bryndís sagðist hafa skilning á því að væri að gæta skattfé almennings en sagði sorglegt að málið væri komið í þann farveg sem það virðist vera komið í. „Með einhverjum hætti þarf að greiða þeim einhverjar bætur. Ég held að peningar geti aldrei snúið þessu með einhverjum hætti við. Peningar eru bara peningar og þetta fólk hefur sætt þessum órétti. Stóra málið fyrir þau hljóti að vera viðurkenning á því. Svo auðvitað væri æskilegt og ég held að við höfum all staðið í þeirri von að það væri hægt að ná einhverju samkomulagi um einhverjar bætur í kjölfarið. Það er bara sorglegt að sjá þetta komið í þennan farveg aftur. Ég held að enginn hafi viljað sjá það þannig,“ sagði Bryndís. Halldóra sagði afstöðu setts ríkislögmanns hins vegar vera með ólíkindum. „Ríkið á að standa vörð um réttindi borgaranna fram fyrir eigin buddu, fram yfir eigin hag. Réttindi borgaranna hljóta að vera hagur ríkisins. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra sem var þá spurð hvort ríkið ætti þá hreinlega að ganga að öllum skaðabótakröfum í málinu? „Mér finnst allavega með ólíkindum að ríkislögmaður láti út úr sér að hafna öllum kröfum um skaðabætur. Það er rosalega furðuleg afstaða. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Sprengisandur Tengdar fréttir Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1980. Greint var frá því í síðustu viku að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Að mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu.Þessi afstaða setts ríkislögmanns í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Guðjóns, sem sagði að sig hefði svimað er hann las yfir greinargerðsetts ríkislögmanns þar sem fyrrgreind afstaða ríkisins var sett fram.Furðar sig á afstöðunni Málið var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem Guðmundur Andri, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins og Halldóra Mogensen, þingkona Pírata lýstu sinni afstöðu til málsins.Guðmundur Andri furðar sig á afstöðu setts ríkislögmanns í málinu.„Það er búið að hnekkja dómunum frá 1980 í þessum málum. Þess vegna er það furðulegt að sjá ríkislögmann, settan af forsætisráðherra, sjá hann byggja á þessu dómi og láta eins og ekkert hafi gerst í málinu árið 1980 þegar hann tekur til varnar fyrir ríkið gagnvart fjárkröfum í þessu einkamáli,“ sagði Guðmundur Andri.Hann segist geta skilið að ríkið þurfi að taka sér ákveðna stöðu í málinu til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs en áttar sig ekki á hverju ríkislögmaður byggi þessa stöðu.„Þarna er hann ekki að taka sér stöðu í málinu eins og það liggur fyrir, heldur er hann einhvers staðar allt annar staðar í málinu. Ég er ekki löglærður maður en ég skil bara með engu móti hvernig þetta er hægt,“ sagði Guðmundur Andri.Réttindi borgaranna hljóti að vera hagur ríkisins Bryndís sagðist hafa skilning á því að væri að gæta skattfé almennings en sagði sorglegt að málið væri komið í þann farveg sem það virðist vera komið í. „Með einhverjum hætti þarf að greiða þeim einhverjar bætur. Ég held að peningar geti aldrei snúið þessu með einhverjum hætti við. Peningar eru bara peningar og þetta fólk hefur sætt þessum órétti. Stóra málið fyrir þau hljóti að vera viðurkenning á því. Svo auðvitað væri æskilegt og ég held að við höfum all staðið í þeirri von að það væri hægt að ná einhverju samkomulagi um einhverjar bætur í kjölfarið. Það er bara sorglegt að sjá þetta komið í þennan farveg aftur. Ég held að enginn hafi viljað sjá það þannig,“ sagði Bryndís. Halldóra sagði afstöðu setts ríkislögmanns hins vegar vera með ólíkindum. „Ríkið á að standa vörð um réttindi borgaranna fram fyrir eigin buddu, fram yfir eigin hag. Réttindi borgaranna hljóta að vera hagur ríkisins. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra sem var þá spurð hvort ríkið ætti þá hreinlega að ganga að öllum skaðabótakröfum í málinu? „Mér finnst allavega með ólíkindum að ríkislögmaður láti út úr sér að hafna öllum kröfum um skaðabætur. Það er rosalega furðuleg afstaða. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Sprengisandur Tengdar fréttir Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10
Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15