Þetta var bara kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. september 2019 08:00 Það er enginn skortur á styttum af konum í Wales. Sjá má konur um allt. Þær eru tákngervingar og líkneski, englar og mæður, friður og réttlæti. Í öllu landinu er þó ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á því verður þó senn breyting. Á næsta ári verður reist í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skólastjóra Wales, sem lést árið 2017 en hún helgaði líf sitt mennta- og jafnréttismálum. Campbell var valin úr hópi fimm kvenna í samkeppninni „Huldar hetjur“ um hver yrði fyrsta nafngreinda konan í Wales til að verða að styttu. Það eru þó ekki aðeins stytturnar í Wales sem eru nafnlausir tákngervingar.Féll á hnífinn Hin þrjátíu og þriggja ára Charlotte Huggins fagnaði nýja árinu á hverfispöbbnum með vinum. Síðar sömu nótt ruddist fyrrverandi kærasti Huggins, Michael Rolle, inn á heimili hennar og stakk hana til bana með hníf. Rolle hafði séð Huggins í félagsskap annars manns og orðið afbrýðisamur. Fyrir rétti hélt Rolle fram að hann hefði ekki stungið Huggins heldur hefði hún einfaldlega fallið á hnífinn. Faraldur breiðist út í Bretlandi. Á götum Lundúna og víðar fer hnífstunguárásum fjölgandi. Daglegar fréttir berast af ástandinu þar sem reynt er að greina vandann. Eru ástæðurnar félagslegar? Aukin ítök gengja í lífi ungs fólks? Niðurskurður í lögreglunni? En þrátt fyrir áhuga fjölmiðla á hnífaárásum var umfjöllun um morðið á Charlotte Huggins aðfaranótt nýársdag lítil sem engin. Sandra Walklate, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Liverpool, telur sig hafa skýringu. Hnífaárásir eru vissulega faraldur á götum úti. En það sama er uppi á teningnum innan veggja heimilisins. Um það ríkir hins vegar þögn því „ofbeldi gegn konum er oftast ósýnilegt“. Nýjar tölur sýna að morðum sem rekja má til heimilisofbeldis hefur fjölgað síðustu fimm ár í Bretlandi. Á síðasta ári voru fórnarlömbin 173, 32 fleiri en árið áður. Þrír fjórðu fórnarlambanna voru konur sem féllu fyrir hendi karlmanns. „Þetta eru hin ósýnilegu fórnarlömb hnífaárása,“ sagði Sandra Walklate í samtali við BBC.Rangt frumlag „Kona féll fram af svölum“ var fyrirsögn sem vakti hörð viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Við nánari athugun kom í ljós að konunni hafði verið hrint fram af svölum og liggur hún nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson ritaði á Facebook: „Það er rangt frumlag í þessari setningu, það sjáum við öll, gerandinn hefur verið fjarlægður, nýtur verndar. Ofbeldið er ekki óhjákvæmilegt, ekki eðlilegur hluti lífsins, heldur samfélagsleg og menningarleg meinsemd.“ Konur eru nafnlausir tákngervingar, almenn hugmynd en ekki einstaklingar, ekki fórnarlömb heldur tölfræði. Þær verða fyrir hnífum og falla fram af svölum eins og hafið fellur að og sólin hnígur í vestri. Jörðin snýst um möndul sinn. Svona lagað gerist. Þetta er ekkert persónulegt. Þetta var bara kona. Það glittir þó í von. Konur Bretlands voru Boris Johnson forsætisráðherra huldar sýnum þegar hann frestaði óvænt þinghaldi nýverið. Féll af dagskrá þingsins lagafrumvarp um heimilisofbeldi sem hafði verið lengi í smíðum og ríkti um þverpólitísk samstaða. Biðlað var til Borisar um að flytja málið á dagskrá næsta þings en hann varð ekki við þeirra ósk. Aldrei þessu vant ætlaði allt um kolla að keyra. Svo hörð voru viðbrögð kvenna í Bretlandi að Boris – sem býr sig nú undir kosningar – sá að honum var ekki stætt á að gera ekki neitt. Með hraði skipaði hann sérstakan umboðsmann um heimilisofbeldi. Konur eru nefnilega ekki líkneski, hugmynd eða tilgáta. Þær eru einstaklingar af holdi og blóði með andlit, raddir, nöfn – og kosningarétt; gleymum því ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Það er enginn skortur á styttum af konum í Wales. Sjá má konur um allt. Þær eru tákngervingar og líkneski, englar og mæður, friður og réttlæti. Í öllu landinu er þó ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á því verður þó senn breyting. Á næsta ári verður reist í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skólastjóra Wales, sem lést árið 2017 en hún helgaði líf sitt mennta- og jafnréttismálum. Campbell var valin úr hópi fimm kvenna í samkeppninni „Huldar hetjur“ um hver yrði fyrsta nafngreinda konan í Wales til að verða að styttu. Það eru þó ekki aðeins stytturnar í Wales sem eru nafnlausir tákngervingar.Féll á hnífinn Hin þrjátíu og þriggja ára Charlotte Huggins fagnaði nýja árinu á hverfispöbbnum með vinum. Síðar sömu nótt ruddist fyrrverandi kærasti Huggins, Michael Rolle, inn á heimili hennar og stakk hana til bana með hníf. Rolle hafði séð Huggins í félagsskap annars manns og orðið afbrýðisamur. Fyrir rétti hélt Rolle fram að hann hefði ekki stungið Huggins heldur hefði hún einfaldlega fallið á hnífinn. Faraldur breiðist út í Bretlandi. Á götum Lundúna og víðar fer hnífstunguárásum fjölgandi. Daglegar fréttir berast af ástandinu þar sem reynt er að greina vandann. Eru ástæðurnar félagslegar? Aukin ítök gengja í lífi ungs fólks? Niðurskurður í lögreglunni? En þrátt fyrir áhuga fjölmiðla á hnífaárásum var umfjöllun um morðið á Charlotte Huggins aðfaranótt nýársdag lítil sem engin. Sandra Walklate, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Liverpool, telur sig hafa skýringu. Hnífaárásir eru vissulega faraldur á götum úti. En það sama er uppi á teningnum innan veggja heimilisins. Um það ríkir hins vegar þögn því „ofbeldi gegn konum er oftast ósýnilegt“. Nýjar tölur sýna að morðum sem rekja má til heimilisofbeldis hefur fjölgað síðustu fimm ár í Bretlandi. Á síðasta ári voru fórnarlömbin 173, 32 fleiri en árið áður. Þrír fjórðu fórnarlambanna voru konur sem féllu fyrir hendi karlmanns. „Þetta eru hin ósýnilegu fórnarlömb hnífaárása,“ sagði Sandra Walklate í samtali við BBC.Rangt frumlag „Kona féll fram af svölum“ var fyrirsögn sem vakti hörð viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Við nánari athugun kom í ljós að konunni hafði verið hrint fram af svölum og liggur hún nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson ritaði á Facebook: „Það er rangt frumlag í þessari setningu, það sjáum við öll, gerandinn hefur verið fjarlægður, nýtur verndar. Ofbeldið er ekki óhjákvæmilegt, ekki eðlilegur hluti lífsins, heldur samfélagsleg og menningarleg meinsemd.“ Konur eru nafnlausir tákngervingar, almenn hugmynd en ekki einstaklingar, ekki fórnarlömb heldur tölfræði. Þær verða fyrir hnífum og falla fram af svölum eins og hafið fellur að og sólin hnígur í vestri. Jörðin snýst um möndul sinn. Svona lagað gerist. Þetta er ekkert persónulegt. Þetta var bara kona. Það glittir þó í von. Konur Bretlands voru Boris Johnson forsætisráðherra huldar sýnum þegar hann frestaði óvænt þinghaldi nýverið. Féll af dagskrá þingsins lagafrumvarp um heimilisofbeldi sem hafði verið lengi í smíðum og ríkti um þverpólitísk samstaða. Biðlað var til Borisar um að flytja málið á dagskrá næsta þings en hann varð ekki við þeirra ósk. Aldrei þessu vant ætlaði allt um kolla að keyra. Svo hörð voru viðbrögð kvenna í Bretlandi að Boris – sem býr sig nú undir kosningar – sá að honum var ekki stætt á að gera ekki neitt. Með hraði skipaði hann sérstakan umboðsmann um heimilisofbeldi. Konur eru nefnilega ekki líkneski, hugmynd eða tilgáta. Þær eru einstaklingar af holdi og blóði með andlit, raddir, nöfn – og kosningarétt; gleymum því ekki.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun