Emil fór í æfingaferð með Malmö til Suður-Afríku þar sem engir boltar voru með og sofið í tjöldum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2019 10:30 Emil Hallfreðsson á HM í Rússlandi síðasta sumar. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson. Ítalski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson.
Ítalski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira