UNESCO spyr líka um Gjábakkaveg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. október 2019 06:15 Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Anton Brink Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrifum segir Einar að það hafi upphaflega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heimsminjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstofunni,“ segir þjóðgarðsvörður. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrifum segir Einar að það hafi upphaflega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heimsminjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstofunni,“ segir þjóðgarðsvörður.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira