Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 19:00 Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village í eigu Eternal Resort hefur mánuðum saman verið með ferðaþjónusturekstur á jörðinni Leyni í Rangarþingi ytra án þess að hafa starfsleyfi. Í fréttum í gær kom fram að lögregla væri með málið á sínu borði. Fyrirtækið hefur tengt fjárveitu og aðveitu við hjólhýsi án leyfis og reist kúluhús á svæðinu án þess að hafa byggingarleyfi fyrir þeim.Mannvirkjastofnun með málið Mannvirkjastofnun barst ábending um málið í vikunni. Í svari frá stofnuninni kemur fram hún hafi sent bréf til byggingafulltrúa Rangárþings ytra og beðið um nánari skýringar, stofnunin sé nú að fara yfir málið og sendi byggingafulltrúa leiðbeiningar. Í fundargerð frá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra í gær kom fram að Eternal Resort hefði einungis verið veitt stöðuleyfi til eins árs fyrir hjólhýsum og heilsárstjöldum. Hvort kúluhúsin flokkist sem heilsárstjöld eður ei er ekki ljóst en í lögum um mannvirki kemur fram að til mannvirkja teljast tímabundnar einingar ætlaðar til svefns eða daglegrar dvalar í fjóra mánuði eða lengur og fyrir þeim þarf því byggingarleyfi.Byggingafulltrúi keypti lóðir sem hafa tvöfaldast að virði Fréttastofu hafa borist ábendingar um að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hafi keypt þrjár lóðir af sveitarfélaginu á Gaddstöðum í október 2017 fyrir um 2,9 milljónir króna. Hann er fundarritari á fundum skipulags-og umferðarnefndar sveitarfélagsins sem bókaði mánuði áður að lóðir að Gaddstöðum yrðu felldar úr frístundanotkun. Lóðunum hefur nú verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús og hefur virði þeirra meira en tvöfaldast í verðir samkvæmt lóðamati. Fasteignasalan sem sá um sölu lóðanna svaraði fréttastofu því að lóðirnar hefðu verið auglýstar sem sumarhúsalóðir árið 2015 á fasteignasíðum á vefnum. Þessar lóðir seldust flestar á árunum 2017 og 2018 og eru nú uppseldar. Ekki náðist í byggingarfulltrúann við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village í eigu Eternal Resort hefur mánuðum saman verið með ferðaþjónusturekstur á jörðinni Leyni í Rangarþingi ytra án þess að hafa starfsleyfi. Í fréttum í gær kom fram að lögregla væri með málið á sínu borði. Fyrirtækið hefur tengt fjárveitu og aðveitu við hjólhýsi án leyfis og reist kúluhús á svæðinu án þess að hafa byggingarleyfi fyrir þeim.Mannvirkjastofnun með málið Mannvirkjastofnun barst ábending um málið í vikunni. Í svari frá stofnuninni kemur fram hún hafi sent bréf til byggingafulltrúa Rangárþings ytra og beðið um nánari skýringar, stofnunin sé nú að fara yfir málið og sendi byggingafulltrúa leiðbeiningar. Í fundargerð frá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra í gær kom fram að Eternal Resort hefði einungis verið veitt stöðuleyfi til eins árs fyrir hjólhýsum og heilsárstjöldum. Hvort kúluhúsin flokkist sem heilsárstjöld eður ei er ekki ljóst en í lögum um mannvirki kemur fram að til mannvirkja teljast tímabundnar einingar ætlaðar til svefns eða daglegrar dvalar í fjóra mánuði eða lengur og fyrir þeim þarf því byggingarleyfi.Byggingafulltrúi keypti lóðir sem hafa tvöfaldast að virði Fréttastofu hafa borist ábendingar um að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hafi keypt þrjár lóðir af sveitarfélaginu á Gaddstöðum í október 2017 fyrir um 2,9 milljónir króna. Hann er fundarritari á fundum skipulags-og umferðarnefndar sveitarfélagsins sem bókaði mánuði áður að lóðir að Gaddstöðum yrðu felldar úr frístundanotkun. Lóðunum hefur nú verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús og hefur virði þeirra meira en tvöfaldast í verðir samkvæmt lóðamati. Fasteignasalan sem sá um sölu lóðanna svaraði fréttastofu því að lóðirnar hefðu verið auglýstar sem sumarhúsalóðir árið 2015 á fasteignasíðum á vefnum. Þessar lóðir seldust flestar á árunum 2017 og 2018 og eru nú uppseldar. Ekki náðist í byggingarfulltrúann við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15