Nýgift kona og þrír fjölskyldumeðlimir hennar drukknuðu þegar fólkið var að taka sjálfu, eða selfie, út í miðju uppistöðulóni á Indlandi á dögunum.
Sex voru í hópnum sem kom saman til brúðkaupsmyndatökunnar og þegar einn þeirra, fjórtán ára drengur, rann til og féll í lónið togaði hann fjóra aðra með sér út í vatnið – átján og nítján ára systur sínar, ásamt brúðinni og systur brúðgumans.
Þau drukknuðu öll en brúðgumanum tókst að bjarga systur sinni, að því er fram kemur í frétt BBC.
Svokölluð sjálfu-dauðsföll eru talin algengust á Indlandi en þar voru 259 slík tilfelli skráð á árunum 2011 til 2017. Þar á eftir koma Rússland og Pakistan, samkvæmt nýlegri rannsókn.
Fjórir drukknuðu eftir sjálfumyndatöku
Atli Ísleifsson skrifar
