Enginn hefur beðið Ólínu afsökunar Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 07:15 Ólína Kjerúlf þjóð- og bókmenntafræðingur. fréttablaðið/sigtryggur ari Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira