Israel Adesanya rotaði Robert Whittaker í 2. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. október 2019 05:54 Israel Adesanya með sannfærandi sigur í nótt. Vísir/Getty UFC 243 fór fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Israel Adesanya og Robert Whittaker mættust í aðalbardaga kvöldsins. Robert Whittaker var fyrir bardagann ríkjandi millivigtarmeistari. Vegna meiðsla og veikinda hafði hann þó ekki barist síðan í júní 2018 en í millitíðinni var Israel Adesanya gerður að bráðabirgðarmeistara. Sameina átti beltin í kvöld með viðureign þeirra. Bardaginn fór fram á Marvel leikvanginum í Melbourne fyrir framan 57.127 áhorfendur. Ástralinn Robert Whittaker fékk frábærar móttökur og Ný-Sjálendingurinn Adesanya sömuleiðis þegar hann dansaði á leið í búrið. Bardaginn byrjaði fjörlega og sótti Whittaker strax af miklum krafti. Þrátt fyrir fínar tilraunir Whittaker tókst honum ekki að lenda mörgum höggum þar sem Adesanya var með góða vörn og komst undan flestum höggunum frá Whittaker. Í blálokin á 1. lotu kýldi Adesanya meistarann niður en lotan kláraðist um leið og Whittaker féll niður. Önnur lota var svipuð og sú fyrsta þar sem Whittaker óð áfram en Adesanya sat til baka og beitti gagnárásum. Frábær vinstri krókur felldi síðan Whittaker aftur og fylgdi Adesanya því eftir með nokkrum höggum í gólfinu þar til dómarinn stöðvaði bardagann eftir 3:33 í 2. lotu. Frábær frammistaða hjá Adesanya og er hann nú óumdeilanlegur millivigtarmeistari UFC. Upprisa Adesanya í UFC hefur verið með ólíkindum en hann barðist sinn fyrsta bardaga í UFC í febrúar 2018. Síðan þá hefur hann unnið alla sjö bardaga sína í UFC og er nú millivigtarmeistari UFC. Adesanya er 18-0 á ferli sínum í MMA með 14 sigra eftir rothögg. UFC bardagamaðurinn Paulo Costa var meðal áhorfenda og áttu hann og Adesanya í orðaskiptum eftir bardagann. Adesanya mun að öllum líkindum mæta Costa á næstunni fyrir hans fyrstu titilvörn. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. 5. október 2019 08:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
UFC 243 fór fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Israel Adesanya og Robert Whittaker mættust í aðalbardaga kvöldsins. Robert Whittaker var fyrir bardagann ríkjandi millivigtarmeistari. Vegna meiðsla og veikinda hafði hann þó ekki barist síðan í júní 2018 en í millitíðinni var Israel Adesanya gerður að bráðabirgðarmeistara. Sameina átti beltin í kvöld með viðureign þeirra. Bardaginn fór fram á Marvel leikvanginum í Melbourne fyrir framan 57.127 áhorfendur. Ástralinn Robert Whittaker fékk frábærar móttökur og Ný-Sjálendingurinn Adesanya sömuleiðis þegar hann dansaði á leið í búrið. Bardaginn byrjaði fjörlega og sótti Whittaker strax af miklum krafti. Þrátt fyrir fínar tilraunir Whittaker tókst honum ekki að lenda mörgum höggum þar sem Adesanya var með góða vörn og komst undan flestum höggunum frá Whittaker. Í blálokin á 1. lotu kýldi Adesanya meistarann niður en lotan kláraðist um leið og Whittaker féll niður. Önnur lota var svipuð og sú fyrsta þar sem Whittaker óð áfram en Adesanya sat til baka og beitti gagnárásum. Frábær vinstri krókur felldi síðan Whittaker aftur og fylgdi Adesanya því eftir með nokkrum höggum í gólfinu þar til dómarinn stöðvaði bardagann eftir 3:33 í 2. lotu. Frábær frammistaða hjá Adesanya og er hann nú óumdeilanlegur millivigtarmeistari UFC. Upprisa Adesanya í UFC hefur verið með ólíkindum en hann barðist sinn fyrsta bardaga í UFC í febrúar 2018. Síðan þá hefur hann unnið alla sjö bardaga sína í UFC og er nú millivigtarmeistari UFC. Adesanya er 18-0 á ferli sínum í MMA með 14 sigra eftir rothögg. UFC bardagamaðurinn Paulo Costa var meðal áhorfenda og áttu hann og Adesanya í orðaskiptum eftir bardagann. Adesanya mun að öllum líkindum mæta Costa á næstunni fyrir hans fyrstu titilvörn. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. 5. október 2019 08:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. 5. október 2019 08:00