Móðir Lilju yfirgaf hana þriggja ára og kom ekki aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2019 11:30 Lilja Oddsdóttir segir sögu sína í Íslandi í dag. Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira