Úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að áreita pilt og beita ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 17:56 Maðurinn reyndi meðal annars eitt sinn að taka drenginn með sér í bíl eftir skóla gegn vilja hans. Vísir/Hanna Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær. Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær.
Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent