Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2019 13:41 Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. Sorpu Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum á föstudag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrðu bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að lána Sorpu 990 milljónir til að ljúka við framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Að mati stjórnarinnar er mikilvægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mistaka sem voru gerð við framsetningu og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hafi orsakað frávik á áætluðum framkvæmdakostnaði við gas- og jarðgerðarstöðina.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.Innri endurskoðun ráðgerir að fimm hundruð klukkustundir fari í úttektina og að verkefnateymi innri endurskoðunar og ráðgjafar frá Ernst & Young muni skipta með sér verkþáttum. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt 5. desember næstkomandi á sameiginlegum fundi endurskoðunarnefndar og stjórnar Sorpu bs. „Áhersla er lögð á stjórnarhætti SORPU með það í huga að alvarleg mistök voru gerð sem hafa haft umtalsverð áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjárstýringu. Í því sambandi er talið mikilvægt að skoða umgjörð og stjórnarhætti Sorpu bs. með áherslu á áætlunargerð og ákvörðunartöku vegna fjárfestingar í gas- og jarðgerðarstöð. Þá er jafnframt lögð áhersla á að rýna þær úttektir sem áður hafa verið gerðar á eftirlitsumhverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman umfjöllun á einum stað um félagsform og rekstrarforsendur á bak við ákvarðanir.“ Skoðað verður hvernig útdeilingu valds og ábyrgðar er háttað og lagt mat á hvernig stjórn sinnir innra eftirliti. Í því sambandi verður skoðað hvernig upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar hefur verið. Markmiðið er að kanna fylgni við settar stefnur og verklagsreglur. Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45 Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30 Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum á föstudag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum urðu mistök við fjárfestingaáætlun og hærri framkvæmdakostnaður til þess að Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, lagði til að 1,4 milljarðar króna yrðu bætt við fjárhagsáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að lána Sorpu 990 milljónir til að ljúka við framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Að mati stjórnarinnar er mikilvægt að greina annars vegar hvað leiddi til þeirra mistaka sem voru gerð við framsetningu og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2019 og hins vegar hvað hafi orsakað frávik á áætluðum framkvæmdakostnaði við gas- og jarðgerðarstöðina.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.Innri endurskoðun ráðgerir að fimm hundruð klukkustundir fari í úttektina og að verkefnateymi innri endurskoðunar og ráðgjafar frá Ernst & Young muni skipta með sér verkþáttum. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt 5. desember næstkomandi á sameiginlegum fundi endurskoðunarnefndar og stjórnar Sorpu bs. „Áhersla er lögð á stjórnarhætti SORPU með það í huga að alvarleg mistök voru gerð sem hafa haft umtalsverð áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjárstýringu. Í því sambandi er talið mikilvægt að skoða umgjörð og stjórnarhætti Sorpu bs. með áherslu á áætlunargerð og ákvörðunartöku vegna fjárfestingar í gas- og jarðgerðarstöð. Þá er jafnframt lögð áhersla á að rýna þær úttektir sem áður hafa verið gerðar á eftirlitsumhverfi Sorpu bs. með það fyrir augum að draga saman umfjöllun á einum stað um félagsform og rekstrarforsendur á bak við ákvarðanir.“ Skoðað verður hvernig útdeilingu valds og ábyrgðar er háttað og lagt mat á hvernig stjórn sinnir innra eftirliti. Í því sambandi verður skoðað hvernig upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar hefur verið. Markmiðið er að kanna fylgni við settar stefnur og verklagsreglur.
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45 Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30 Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil. 19. september 2019 06:45
Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli. 24. september 2019 18:30
Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnesbær hafa samþykkt að Sorpa taki eins milljarðs króna lán vegna viðbótarkostnaðar við gas-og jarðgerðarstöð. 24. september 2019 13:30
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34