Af 145 tillögum hafa 6 verið samþykktar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. október 2019 15:30 Í borgarráði í vikunni var lagt fram yfirlit frá borginni sem sýnir að framlögð mál eru nú 543 talsins, sem er 372% aukning miðað við fjölda mála á sama tímabil á síðasta kjörtímabili. Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá þessa miklu aukningu á framlagningu mála á þessu kjörtímabili og sýnir það einfaldlega hve mikið þarf að laga og breyta í borginni. Af nógu er að taka á flestum sviðum borgarinnar. Fólkið sjálft hefur ekki verið í forgangi hjá valdhöfum í mörg ár heldur mætt afgangi. Að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins var einnig lagt fram yfirlit yfir fjölda mála Flokks fólksins í borginni á þessu rúma ári sem liðið er af kjörtímabilinu. Flokkur fólksins hefur lagt fram eða verið aðili að 145 tillögum fyrir borgarstjórn, borgarráð eða önnur ráð frá síðustu kosningum. Af þessum 145 tillögum hafa aðeins 6 tillögur verið samþykktar. Það eru rétt rúm 4%. Það er hending og afar sjaldgæft að mál minnihlutans nái fram að ganga og ítrekað er góðum hugmyndum hent í ruslið, sérstaklega ef meirihlutinn óttast að þær geti skyggt á sig sem ráðamenn borgarinnar. Viðbrögð þeirra við höfnun mála eru gjarnan á þá leið að “þetta sé nú þegar í vinnslu.” En síðan er það oft alls ekki reyndin. Það skiptir engu máli hvaða minnihlutaflokk er um að ræða þegar kemur að afgreiðslu mála þeirra, þær fara að megninu til sömu leið, í ruslið. Tillögur Flokks fólksins sem borgarráð hefur synjað snúa lang flestar að bættari grunnþjónustu við fólkið í borginni. Meðal tillagna sem hafa verið hafnað er t.d. tillaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og frístundaheimili, útrýmingu biðlista barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga, tillaga um íbúakosningu vegna borgarlínu-verkefnisins, tillaga um að borgin bæti upplýsingagjöf til borgarbúa og tillaga um að bæta lýsingu við gangbrautir sem og fjölmargt fleira. Dæmi eru einnig um að tillögum minnihlutans sé vísað frá eða hafnað en síðar teknar upp og lagðar fram af meirihlutanum og þá samþykktar. Ef litið er á tillögur sem meirihlutinn leggur sjálfur fram eru þær oft samþykktar með 12 atkvæðum gegn 11 í borgarstjórn. Mér hefur þótt tillögur þessa meirihluta oft ansi rýrar og jafnvel meira til skreytinga. Meirihlutaflokkunum í borgarstjórn þykir gott að berja sér á brjóst. Það er mitt mat, sem oddviti eins af minnihlutaflokkunum að þessi meirihluti sem nú situr í borgarstjórn kýs eftir flokkslínum en ekki málefnum.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Sjá meira
Í borgarráði í vikunni var lagt fram yfirlit frá borginni sem sýnir að framlögð mál eru nú 543 talsins, sem er 372% aukning miðað við fjölda mála á sama tímabil á síðasta kjörtímabili. Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá þessa miklu aukningu á framlagningu mála á þessu kjörtímabili og sýnir það einfaldlega hve mikið þarf að laga og breyta í borginni. Af nógu er að taka á flestum sviðum borgarinnar. Fólkið sjálft hefur ekki verið í forgangi hjá valdhöfum í mörg ár heldur mætt afgangi. Að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins var einnig lagt fram yfirlit yfir fjölda mála Flokks fólksins í borginni á þessu rúma ári sem liðið er af kjörtímabilinu. Flokkur fólksins hefur lagt fram eða verið aðili að 145 tillögum fyrir borgarstjórn, borgarráð eða önnur ráð frá síðustu kosningum. Af þessum 145 tillögum hafa aðeins 6 tillögur verið samþykktar. Það eru rétt rúm 4%. Það er hending og afar sjaldgæft að mál minnihlutans nái fram að ganga og ítrekað er góðum hugmyndum hent í ruslið, sérstaklega ef meirihlutinn óttast að þær geti skyggt á sig sem ráðamenn borgarinnar. Viðbrögð þeirra við höfnun mála eru gjarnan á þá leið að “þetta sé nú þegar í vinnslu.” En síðan er það oft alls ekki reyndin. Það skiptir engu máli hvaða minnihlutaflokk er um að ræða þegar kemur að afgreiðslu mála þeirra, þær fara að megninu til sömu leið, í ruslið. Tillögur Flokks fólksins sem borgarráð hefur synjað snúa lang flestar að bættari grunnþjónustu við fólkið í borginni. Meðal tillagna sem hafa verið hafnað er t.d. tillaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og frístundaheimili, útrýmingu biðlista barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga, tillaga um íbúakosningu vegna borgarlínu-verkefnisins, tillaga um að borgin bæti upplýsingagjöf til borgarbúa og tillaga um að bæta lýsingu við gangbrautir sem og fjölmargt fleira. Dæmi eru einnig um að tillögum minnihlutans sé vísað frá eða hafnað en síðar teknar upp og lagðar fram af meirihlutanum og þá samþykktar. Ef litið er á tillögur sem meirihlutinn leggur sjálfur fram eru þær oft samþykktar með 12 atkvæðum gegn 11 í borgarstjórn. Mér hefur þótt tillögur þessa meirihluta oft ansi rýrar og jafnvel meira til skreytinga. Meirihlutaflokkunum í borgarstjórn þykir gott að berja sér á brjóst. Það er mitt mat, sem oddviti eins af minnihlutaflokkunum að þessi meirihluti sem nú situr í borgarstjórn kýs eftir flokkslínum en ekki málefnum.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar