Svona hljómaði eitt af mörgum skilaboðum sem Birta Abiba Þórhallsdóttir fékk í aðdraganda Miss Universe Iceland keppninnar í sumar. Hún tjáði sig um málið í fjölmiðlum og sagðist þá hafa upplifað mikla fordóma alveg frá barnæsku.
Birta er gestur vikunnar í Einkalífinu. En hefur einhver beðið Birtu afsökunar eftir að í ljós kom að hún vann fegurðarsamkeppnina.
„Nei það hefur enginn beðið mig afsökunar. Ég held að ég þurfi þess ekki því ég er búin að setja fortíðina fyrir aftan mig og ég hef lært af henni og hún hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“
Birta segist vita að aðilar sem hafa verið gerendur finni alveg fyrir eftirsjá.
„Það eina sem við getum gert núna er að halda áfram og passa að þetta haldi ekki áfram að gerast.“