Lína Birgitta lýsir erfiðri baráttu við búlimíu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2019 10:30 Lína Birgitta var í Íslandi í dag í gærkvöldi og sagði þar sögu sína í tengslum við búlimíu. Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“ Ísland í dag Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“
Ísland í dag Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira