Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 12:30 Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins sóttu hart að Tyrkjum vegna innrásarinnar í Sýrland á ársfundi bandalagsins í Lundúnum um helgina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sótti fundinn. Þrátt fyrir að reiðialda sé risin í alþjóðasamfélaginu með tilheyrandi viðskiptaþvingunum óttast hún að þegar uppi er staðið muni Tyrkir fá sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga.Fengu á sig harða gagnrýni Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi hernaðarbandalagsins og ljóst var að ákvarðanir bæði forseta Bandaríkjanna og Tyrklands hvíldu mjög þungt á fólki. „Fulltrúar velflestra landa voru mjög afdráttarlausir. Hvort sem við tölum um Hollendinga Breta, Belga, Norðmenn, Frakka, Þjóðverja. Þeir voru mjög afdráttarlausir þar sem verið var að lýsa yfir fordæmingu á þessu atferli Tyrkja. Tyrkir, sjálfir, fjölmenntu á fundinn eins og þeir gera iðulega og eðlilega héldu uppi sínum vörnum en þeir fengu á sig verulega gagnrýni.“ Þorgerður Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki ótvírætt fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja. „Ég hef lýst því yfir að ég hefði kosið að sjá þau ganga lengra. Mér finnst þau ekki hafa ótvírætt fordæmt þetta. Hins vegar greinir maður líka að það er ekki algjör samhljómur hjá stjórnarflokkunum,“ segir Þorgerður. Vinstri græn vilji ganga mun lengra en hinir stjórnarflokkarnir.Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum.EPA/ERDEM SAHINVinur er sá er til vamms segir „Við verðum líka að horfa til þess að Bandaríkjamenn eru búnir að vera okkar mikilvægasta bandalagsþjóð á sviði öryggis- og varnarmála í gegnum tíðina en það er líka þannig að vinur er sá er til vamms segir.“ Stjórnvöld og Íslendingar í heild, megi ekki gefa neina afslætti af grundvallarhugsjónum og mikilvægt er að tala hispurslaust. „Íslendingar verðum að hafa það hugfast að þrátt fyrir að vera lítil þjóð þá skiptir hver rödd sem talar fyrir mannréttindum og friði máli. […] Það þarf að tala hreint út og það þarf að hafa hátt. Við eigum að vera ófeimin að tala yfir þeim gildum sem íslenskt samfélag fram til þessa hefur viljað standa vörð um.“ Hvernig metur þú stöðuna?„Staðan er mjög alvarleg. Þetta er svolítið snúið fyrir NATO-þjóðirnar, Evrópuþjóðirnar, ásamt Bandaríkjunum að hreyfa sig í þessu að því leytinu til að ef við horfum til Úkraínu, þá fordæmdum við þá [Rússa vegna innlimunar Krímskaga], við vorum reið, við vorum með alls konar yfirlýsingar en eftir stendur að Rússar eru með Krímskagann. Það hefur ekkert gerst. Ég er svolítið hrædd um að það sama gerist með Tyrki. Þeir fá yfir sig reiðiöldu, hugsanlega einhverjar viðskiptaþvinganir en þegar upp er staðið hafa þeir fengið sitt fram. Og það er það sem er sorglegt í þessu.“ Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30 Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00 Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins sóttu hart að Tyrkjum vegna innrásarinnar í Sýrland á ársfundi bandalagsins í Lundúnum um helgina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sótti fundinn. Þrátt fyrir að reiðialda sé risin í alþjóðasamfélaginu með tilheyrandi viðskiptaþvingunum óttast hún að þegar uppi er staðið muni Tyrkir fá sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga.Fengu á sig harða gagnrýni Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi hernaðarbandalagsins og ljóst var að ákvarðanir bæði forseta Bandaríkjanna og Tyrklands hvíldu mjög þungt á fólki. „Fulltrúar velflestra landa voru mjög afdráttarlausir. Hvort sem við tölum um Hollendinga Breta, Belga, Norðmenn, Frakka, Þjóðverja. Þeir voru mjög afdráttarlausir þar sem verið var að lýsa yfir fordæmingu á þessu atferli Tyrkja. Tyrkir, sjálfir, fjölmenntu á fundinn eins og þeir gera iðulega og eðlilega héldu uppi sínum vörnum en þeir fengu á sig verulega gagnrýni.“ Þorgerður Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki ótvírætt fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja. „Ég hef lýst því yfir að ég hefði kosið að sjá þau ganga lengra. Mér finnst þau ekki hafa ótvírætt fordæmt þetta. Hins vegar greinir maður líka að það er ekki algjör samhljómur hjá stjórnarflokkunum,“ segir Þorgerður. Vinstri græn vilji ganga mun lengra en hinir stjórnarflokkarnir.Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum.EPA/ERDEM SAHINVinur er sá er til vamms segir „Við verðum líka að horfa til þess að Bandaríkjamenn eru búnir að vera okkar mikilvægasta bandalagsþjóð á sviði öryggis- og varnarmála í gegnum tíðina en það er líka þannig að vinur er sá er til vamms segir.“ Stjórnvöld og Íslendingar í heild, megi ekki gefa neina afslætti af grundvallarhugsjónum og mikilvægt er að tala hispurslaust. „Íslendingar verðum að hafa það hugfast að þrátt fyrir að vera lítil þjóð þá skiptir hver rödd sem talar fyrir mannréttindum og friði máli. […] Það þarf að tala hreint út og það þarf að hafa hátt. Við eigum að vera ófeimin að tala yfir þeim gildum sem íslenskt samfélag fram til þessa hefur viljað standa vörð um.“ Hvernig metur þú stöðuna?„Staðan er mjög alvarleg. Þetta er svolítið snúið fyrir NATO-þjóðirnar, Evrópuþjóðirnar, ásamt Bandaríkjunum að hreyfa sig í þessu að því leytinu til að ef við horfum til Úkraínu, þá fordæmdum við þá [Rússa vegna innlimunar Krímskaga], við vorum reið, við vorum með alls konar yfirlýsingar en eftir stendur að Rússar eru með Krímskagann. Það hefur ekkert gerst. Ég er svolítið hrædd um að það sama gerist með Tyrki. Þeir fá yfir sig reiðiöldu, hugsanlega einhverjar viðskiptaþvinganir en þegar upp er staðið hafa þeir fengið sitt fram. Og það er það sem er sorglegt í þessu.“
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30 Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00 Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30
Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00
Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45
Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent