Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Andri Eysteinsson skrifar 12. október 2019 16:45 Frá Ras al-Ayn í vikunni Getty/Anadolu Agency Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn. Innrásin og framganga Tyrkja hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en enn er baráttuhugur í tyrkneskum stjórnvöldum og heldur innrásin því áfram. AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Tyrkja greindi frá því á opinberum Twitter-aðgangi sínum að miðborg Ras al-Ayn væri komin undir tyrknesk yfirráð í vel heppnuðum aðgerðum Tyrkja austur af ánni Efrat. Yfirlýst markmið tyrkneskra yfirvalda með innrásinni, sem kölluð er Vor Friðar (e. Peace spring), er að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands. Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan staðfesti að árásir beindust gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS.Arababandalagið fordæmir innrásina Nokkrum dögum áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnt að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi, var ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig náð mikilvægum samgönguleiðum í norðanverðu Sýrlandi á sitt vald. Vegirnir sem Tyrkir náðu á sitt vald tengja bæina Manbuj og Qamishli og þá var einnig lokað á milli Hassakeh og Aleppo. Á fundi sínum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, fordæmdi Arababandalagið, bandalag 22 þjóða, innrásina í Sýrland. Bandalagið kallaði eftir viðurlögum gegn Tyrkjum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn. Innrásin og framganga Tyrkja hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en enn er baráttuhugur í tyrkneskum stjórnvöldum og heldur innrásin því áfram. AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Tyrkja greindi frá því á opinberum Twitter-aðgangi sínum að miðborg Ras al-Ayn væri komin undir tyrknesk yfirráð í vel heppnuðum aðgerðum Tyrkja austur af ánni Efrat. Yfirlýst markmið tyrkneskra yfirvalda með innrásinni, sem kölluð er Vor Friðar (e. Peace spring), er að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands. Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan staðfesti að árásir beindust gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS.Arababandalagið fordæmir innrásina Nokkrum dögum áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnt að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi, var ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig náð mikilvægum samgönguleiðum í norðanverðu Sýrlandi á sitt vald. Vegirnir sem Tyrkir náðu á sitt vald tengja bæina Manbuj og Qamishli og þá var einnig lokað á milli Hassakeh og Aleppo. Á fundi sínum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, fordæmdi Arababandalagið, bandalag 22 þjóða, innrásina í Sýrland. Bandalagið kallaði eftir viðurlögum gegn Tyrkjum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45