Ellen og Howard Stern kysstust í þætti hennar á dögunum og vildi Aniston fá að vita hvernig það atvikaðist. Ellen sagði einfaldlega að Stern hafi beðið um koss.
Einhvern veginn endaði samtalið milli Jennifer Aniston og Ellen að þær kysstust einnig og sagði Aniston að þetta væri í fyrsta skipti sem hún kyssir konu á munninn.
Hér að neðan má sjá atvikið.