Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum.
Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala.
Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna.
.
.
.
.
.
.
Það er búið að vara þig við.
.
.
.
.
.
.

Foreldrar Donna fengu þær fréttir að þau gætu ættleitt drenginn þegar hann var tveggja ára en þurftu að bíða í þrjú ár til að fá að sækja hann.
Borðaði og borðaði
Donni man í raun ekkert eftir þessum tíma. Þegar foreldrar hans sóttu hann var hann mjög lítill í sér og óöruggur. Í æsku borðaði hann mikið og þegar mat var hent í ruslið á heimili hans á Vopnafirði tók hann stundum upp á því að sækja leifarnar í tunnuna til að ekkert færi til spillis. Foreldrar hans segja að það hafi verið augljóst alveg frá byrjun að hann hafi ekki fengið nægilega mikinn mat sem barn í Gvatemala og það hafi sést á upphafsárunum á Vopnafirði. Donni borðaði og borðaði.Þegar hann kom til Íslands skildi hann ekkert og gat lítið tjáð sig. Skólaganga hans var alltaf erfið og þegar hann var kominn í áttunda bekk var hann í raun ólæs. Fótboltinn var hans besti vinur og kom fljótlega í ljós að hann hafði mikla hæfileika á því sviði. Sem unglingur fór hann til að mynda á reynslu hjá stórliðum erlendis en í einum leik með Þór Akureyri sleit hann bæði krossbönd í hné og ferilinn því í raun búinn á einu augabragði. Hann spilar reyndar enn knattspyrnu með Einherja en hefði getað náð mun lengra.

Donni og Unnur sendu manninum skilaboð og voru í raun handviss um að hann væri faðir hans. Á myndum á Facebook sást greinilega að þeir feðgar væru mjög svo líkir. Faðir hans svaraði aftur á móti ekki skilaboðunum og var það mikið áfall fyrir Donna.
Donni sendi DNA-próf utan í gagnagrunn og þar kom í ljós að Donna gæti átt tvær systur sem báðar voru ættleiddar í Bandaríkjunum. Hann hefur mikinn áhuga á því að reyna hafa upp á þeim og stefndi allt í það að sjónvarpsþættirnir um leit Donna myndu snúast um að finna þær tvær.

Stödd á tónleikum þegar skilaboðin komu
Þau drifu sig heim og reyndu að lesa skilaboðin með aðstoð Google Translate. Þar kom í ljós að Vincente hefur leitað að Donna í 21 ár. Faðir hans hafði ekki séð skilaboðin fyrr en daginn sem hann svaraði þeim. En það var sonur hans, hálfbróðir Donna, sem rakst á þau fyrir tilviljun þegar hann var að fikta í símanum hjá pabba sínum. Hann sagði í póstinum að hann og móðir Donna hefðu bæði átt við mikið áfengisvandamál að stríða þegar Donni fæddist. Hann hefði orðið edrú nokkrum árum seinna og strax hafist handa við að leita að syni sínum.Ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar væru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donny myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en í næsta þætti fer Donni utan til að hitta föður sinn.