Mannvirkin á Núpi eru umfangsmikil og saman eru þau um 4.600 fermetrar.
Félagið HérNú hefur keypt skólahúsin á Núpi í Dýrafirði af íslenska ríkinu. Aðili sem kemur að kaupunum segir að til standi að byggja upp og gera eitthvað úr mannvirkjunum á Núpi. Nákvæmlega hvað liggi þó ekki fyrir enn.
Sagt var frá kaupunum á vef BB í gær og þar kom fram að kaupin hafi verið frágengin í byrjun mánaðarins og búið sé að afhenda eignirnar.
Hafsteinn Helgason er einn þriggja eigenda Núps.Arctic CircleHafsteinn Helgason, einn eiganda Núps, segir í samtali við Vísi að Vestfirðir séu góður staður fyrir þá sem vilji ekki taka þátt í massatúrisma. Eigendur HérNú vilji höfða til fólks sem vilji fara sér hægt, hlusta og fugla og vindinn í klettunum. Fólk sem vilji sjá annað en hveri og fossa. Óspillt fjöll og sjó.
Framtíðin sé þó enn í mótun.
Hafsteinn á þriðjungshlut í HérNú á móti þeim Indriða Benediktssyni og Þorsteini Jónssyni.
Mannvirkin á Núpi eru umfangsmikil og saman eru þau um 4.600 fermetrar. Þar er skóli og tvær heimavistir, sundlaug, íþróttasalur og ýmislegt fleira. Ríkiskaup auglýstu Núp til sölu árið 2017.
Á árum áður var starfræktur unglingaskóli og var honum breytt í héraðsskóla árið 1927. Sá skóli var starfræktur allt til ársins 1992.