Ómar býður fólki ókeypis innheimtu flugbóta Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 15:20 Ómar segir skýringar Árna Gunnarssonar hjá Air Iceland Connect á breyttum skilmálum ósvífnar. Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn. Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn.
Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45