Út klukkan 14:56 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 24. október 2019 14:45 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. Í 99 ára sögu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er ég fimmtánda konan til að vera kjörin til forystu í Stúdentaráði. Af þessum fimmtán konum hafa tíu þeirra leitt ráðið á síðustu 15 árum. Það er því ljóst að breytingar eru að eiga sér stað og þá sérstaklega á allra síðustu árum en sú staðreynd að hlutfall kvenna sem hefur leitt hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands sé aðeins 15% segir sína sögu. Fyrirmyndir eru svo mikilvægar og kvennafrídagurinn er hvað besta tilefnið til að fagna þeim. Það var einmitt á fyrsta kvennafrídeginum sem móðir mín fékk hvað mestan innblástur til þess að standa upp og berjast fyrir sínum réttindum, sem eru svo núna orðin mín réttindi. Henni, forverum mínum í starfi, konum sem hafa tekið slaginn hingað til og þeim sem halda því áfram þakka ég kærlega fyrir. Á sama tíma og er mikilvægt að þakka fyrir söguna er nauðsynlegt að finna leiðir til að líta fram á veginn og halda baráttunni áfram því enn er af nógu að taka. Kynjuð orðræða, skortur á sýnileika kvenfyrirmynda, fræðakonum, vísindakonum er dæmi um atriði sem þarf að bæta í Háskóla Íslands og áfram mætti telja. Stúdentaráð setti fram hugmyndasöfnun og ábendingabanka sem má finna hér þar sem stúdentar geta bent á hvað má betur fara þegar kemur að jafnréttismálum í Háskóla Íslands. Jafnréttisátakið er til þess gert að færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum í HÍ um leið og við fáum vonandi betri sýn á hvernig stúdentar meta stöðu jafnréttismála í skólanum og hægt verður að vinna úr því. Hugmyndasöfnunin hófst í gær og stendur yfir til 6. nóvember. Eftir það er unnið úr niðurstöðunum og kosið um forgangsröðun ábendinga. Stöndum saman og göngum út klukkan 14:56. Til hamingju með daginn konur!Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. Í 99 ára sögu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er ég fimmtánda konan til að vera kjörin til forystu í Stúdentaráði. Af þessum fimmtán konum hafa tíu þeirra leitt ráðið á síðustu 15 árum. Það er því ljóst að breytingar eru að eiga sér stað og þá sérstaklega á allra síðustu árum en sú staðreynd að hlutfall kvenna sem hefur leitt hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands sé aðeins 15% segir sína sögu. Fyrirmyndir eru svo mikilvægar og kvennafrídagurinn er hvað besta tilefnið til að fagna þeim. Það var einmitt á fyrsta kvennafrídeginum sem móðir mín fékk hvað mestan innblástur til þess að standa upp og berjast fyrir sínum réttindum, sem eru svo núna orðin mín réttindi. Henni, forverum mínum í starfi, konum sem hafa tekið slaginn hingað til og þeim sem halda því áfram þakka ég kærlega fyrir. Á sama tíma og er mikilvægt að þakka fyrir söguna er nauðsynlegt að finna leiðir til að líta fram á veginn og halda baráttunni áfram því enn er af nógu að taka. Kynjuð orðræða, skortur á sýnileika kvenfyrirmynda, fræðakonum, vísindakonum er dæmi um atriði sem þarf að bæta í Háskóla Íslands og áfram mætti telja. Stúdentaráð setti fram hugmyndasöfnun og ábendingabanka sem má finna hér þar sem stúdentar geta bent á hvað má betur fara þegar kemur að jafnréttismálum í Háskóla Íslands. Jafnréttisátakið er til þess gert að færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum í HÍ um leið og við fáum vonandi betri sýn á hvernig stúdentar meta stöðu jafnréttismála í skólanum og hægt verður að vinna úr því. Hugmyndasöfnunin hófst í gær og stendur yfir til 6. nóvember. Eftir það er unnið úr niðurstöðunum og kosið um forgangsröðun ábendinga. Stöndum saman og göngum út klukkan 14:56. Til hamingju með daginn konur!Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar