Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna gætu verið áfram í Sýrlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2019 22:45 Bandarískar hersveitir munu halda til í Sýrlandi til að tryggja olíuakra. AP/Baderkhan Ahmad Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíulindir muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Esper sagði að enn væri verið að ákveða hver áætlunin sé og ekkert hafi verið kynnt fyrir Trump en hann hefur ítrekað sagt að búið sér að sigra ISIS. Þá lagði Esper áherslu á það að tillagan um að skilja hluta hermannanna eftir í Sýrlandi sé til þess gerð að gefa Trump svigrúm og að ekkert væri búið að ákveða.Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðast ekki sammála um hver næstu skref verða í Sýrlandi.AP/Timothy D. Easley„Það hefur verið umræða um að mögulega gera þetta,“ sagði Esper á blaðamannafundi í Afganistan áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um hversu margir hermennirnir verða eða neitt þannig.“Trump fastur á sínu Áætlunin er talin vera svar ríkisstjórnarinnar við gagnrýni þingmanna Repúblikanaflokksins vegna skyndilegrar ákvörðunar hans um að kalla hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi heim. Ákvörðunin gaf Tyrkjum svigrúm til að ráðast inn í norðurhluta Sýrlands til að hrekja Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna, þaðan. Starfsmaður Hvíta hússins sagði að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, hafi lagt til að halda hersveitum Bandaríkjanna í Sýrlandi til að vernda olíuakra og að Trump hafi stutt þá hugmynd. Starfsmaðurinn vildi ekki láta nafn síns getið.Esper segir að hluti bandarískra hersveita muni vera áfram í Sýrlandi.AP/Baderkhan AhmadÞá sagði Trump á mánudag að hann vildi enn draga alla hermenn Bandaríkjanna út úr Sýrlandi en að „við þurfum að tryggja olíuna“ í einum hluta landsins en bæði Ísrael og Jórdanía hafa óskað eftir því að hluti hersveitanna verði í öðrum hluta landsins. Þá sagði hann enga aðra ástæðu vera fyrir því að halda hersveitum Bandaríkjanna í Sýrlandi. Esper sagði að megin ástæða þess að hersveitir Bandaríkjanna héldu fyrir í Sýrlandi væri til að tryggja að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nái ekki að tryggja sér auðlindina. Þá bætti hann við að bandarískar hersveitir sem enn eru við landamærabæinn Kobani myndu fljótlega yfirgefa það svæði og að fylgst væri með hersveitum þeirra úr lofti á meðan þeir eru enn að yfirgefa svæðið. Hann sagði að einnig væri verið að fylgjast með því hvort vopnahléið sem nú stendur yfir væri virt.Engin ástæða til að vernda Kúrda Trump hefur ítrekað að hann hyggist senda hersveitir heim frá „endalausum stríðum“ í Mið-Austurlöndum, sagði Esper að hersveitirnar sem eru á leið út úr Sýrlandi muni fara til vesturhluta Írak og að Bandaríski herinn muni halda áfram að berjast gegn ISIS. Þá sagði Esper í samtali við fréttamenn um helgina að bandarískar hersveitir muni halda áfram að berjast gegn ISIS í Sýrlandi, mögulega frá Írak, en í gegn um tíðina hafa Kúrdar verið í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn ISIS. Hann sagði þó í tísti á mánudag að bandarískar hersveitir muni aðeins vera í Írak tímabundið þar til þær geti snúið aftur heim. Þá sagði hann það koma til greina að Bandaríkjaher myndi halda úti gagnárásum á ISIS í Sýrlandi frá Írak. Ekkert væri þó ákveðið og það myndi taka einhvern tíma.Just finished my first visit as SecDef to Afghanistan & #ResoluteSupport. En route to Saudi Arabia I talked w partner leaders about the situation in Syria. As we withdraw from NE Syria, we will temporarily reposition those forces in the region outside Syria until they return home — Secretary of Defense Dr. Mark T. Esper (@EsperDoD) October 21, 2019 Trump tísti þó að Bandarískir hermenn myndu ekki vera á bardagasvæðum. Það væri búið að tryggja olíuna og kominn væri tími til að senda hermennina heim.“The ceasefire is holding up very nicely. There are some minor skirmishes that have ended quickly. New areas being resettled with Kurds. U.S. soldiers are not in combat or ceasefire zone. We have secured the Oil.” Mark Esper, Secretary of Defense. Ending endless wars! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019 Forsetinn lýsti því yfir í síðustu viku að engin ástæða væri fyrir Bandaríkin að verja Kúrda, sem dóu í þúsundatali þegar þeir tóku höndum saman með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS í Sýrlandi. Tyrkland hélt út vikulangri sókn inn í norðausturhluta Sýrlands gegn Kúrdum áður en vopnahléinu var komið á. „Við samþykktum aldrei að vernda Kúrda það sem eftir væri af lífi þeirra,“ sagði Trump á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Bandaríkin Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir „Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíulindir muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Esper sagði að enn væri verið að ákveða hver áætlunin sé og ekkert hafi verið kynnt fyrir Trump en hann hefur ítrekað sagt að búið sér að sigra ISIS. Þá lagði Esper áherslu á það að tillagan um að skilja hluta hermannanna eftir í Sýrlandi sé til þess gerð að gefa Trump svigrúm og að ekkert væri búið að ákveða.Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðast ekki sammála um hver næstu skref verða í Sýrlandi.AP/Timothy D. Easley„Það hefur verið umræða um að mögulega gera þetta,“ sagði Esper á blaðamannafundi í Afganistan áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um hversu margir hermennirnir verða eða neitt þannig.“Trump fastur á sínu Áætlunin er talin vera svar ríkisstjórnarinnar við gagnrýni þingmanna Repúblikanaflokksins vegna skyndilegrar ákvörðunar hans um að kalla hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi heim. Ákvörðunin gaf Tyrkjum svigrúm til að ráðast inn í norðurhluta Sýrlands til að hrekja Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna, þaðan. Starfsmaður Hvíta hússins sagði að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, hafi lagt til að halda hersveitum Bandaríkjanna í Sýrlandi til að vernda olíuakra og að Trump hafi stutt þá hugmynd. Starfsmaðurinn vildi ekki láta nafn síns getið.Esper segir að hluti bandarískra hersveita muni vera áfram í Sýrlandi.AP/Baderkhan AhmadÞá sagði Trump á mánudag að hann vildi enn draga alla hermenn Bandaríkjanna út úr Sýrlandi en að „við þurfum að tryggja olíuna“ í einum hluta landsins en bæði Ísrael og Jórdanía hafa óskað eftir því að hluti hersveitanna verði í öðrum hluta landsins. Þá sagði hann enga aðra ástæðu vera fyrir því að halda hersveitum Bandaríkjanna í Sýrlandi. Esper sagði að megin ástæða þess að hersveitir Bandaríkjanna héldu fyrir í Sýrlandi væri til að tryggja að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nái ekki að tryggja sér auðlindina. Þá bætti hann við að bandarískar hersveitir sem enn eru við landamærabæinn Kobani myndu fljótlega yfirgefa það svæði og að fylgst væri með hersveitum þeirra úr lofti á meðan þeir eru enn að yfirgefa svæðið. Hann sagði að einnig væri verið að fylgjast með því hvort vopnahléið sem nú stendur yfir væri virt.Engin ástæða til að vernda Kúrda Trump hefur ítrekað að hann hyggist senda hersveitir heim frá „endalausum stríðum“ í Mið-Austurlöndum, sagði Esper að hersveitirnar sem eru á leið út úr Sýrlandi muni fara til vesturhluta Írak og að Bandaríski herinn muni halda áfram að berjast gegn ISIS. Þá sagði Esper í samtali við fréttamenn um helgina að bandarískar hersveitir muni halda áfram að berjast gegn ISIS í Sýrlandi, mögulega frá Írak, en í gegn um tíðina hafa Kúrdar verið í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn ISIS. Hann sagði þó í tísti á mánudag að bandarískar hersveitir muni aðeins vera í Írak tímabundið þar til þær geti snúið aftur heim. Þá sagði hann það koma til greina að Bandaríkjaher myndi halda úti gagnárásum á ISIS í Sýrlandi frá Írak. Ekkert væri þó ákveðið og það myndi taka einhvern tíma.Just finished my first visit as SecDef to Afghanistan & #ResoluteSupport. En route to Saudi Arabia I talked w partner leaders about the situation in Syria. As we withdraw from NE Syria, we will temporarily reposition those forces in the region outside Syria until they return home — Secretary of Defense Dr. Mark T. Esper (@EsperDoD) October 21, 2019 Trump tísti þó að Bandarískir hermenn myndu ekki vera á bardagasvæðum. Það væri búið að tryggja olíuna og kominn væri tími til að senda hermennina heim.“The ceasefire is holding up very nicely. There are some minor skirmishes that have ended quickly. New areas being resettled with Kurds. U.S. soldiers are not in combat or ceasefire zone. We have secured the Oil.” Mark Esper, Secretary of Defense. Ending endless wars! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019 Forsetinn lýsti því yfir í síðustu viku að engin ástæða væri fyrir Bandaríkin að verja Kúrda, sem dóu í þúsundatali þegar þeir tóku höndum saman með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS í Sýrlandi. Tyrkland hélt út vikulangri sókn inn í norðausturhluta Sýrlands gegn Kúrdum áður en vopnahléinu var komið á. „Við samþykktum aldrei að vernda Kúrda það sem eftir væri af lífi þeirra,“ sagði Trump á ríkisstjórnarfundi á mánudag.
Bandaríkin Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir „Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
„Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55